Wednesday, July 10, 2002

Hér er hinn stórgóði maki minn, Ívar Örn, eða Íbbinn eins og ég kalla hann þegar hann er fullur. Það vill svo skemmtilega til að á öllum myndum er hann fullur.....
Íbbinn er uppgjafa fóboltagaur, en það er einmitt þannig sem alvöru fótboltamenn bera fram orðið: fóbolti. Það sagði hann mér og vinkonu minni einu sinni. Veit alltaf best hann Íbbi. Það er munur að eiga hann að skal ég segja ykkur. Án hans myndi ég bara keyra á hús, ljósastaura og aðra bíla í umferðinni ef hann væri ekki til að segja mér hvað ég ætti að gera. Hann er alltaf bjartsýnn og kátur, segir alltaf "þetta verður ekkert mál!" Og svo leyfir hann mér líka stundum að gera hluti sem hann er búinn að lofa, sérstaklega á djamminu: "heyrðu, ég var búinn að lofa Hagga að skutla honum heim, er það ekki annars...?" Alltaf góður við mig þessi elska. Væmnin í Ívari kemst ekki í hálfkvist við væmnina í Íbbanum, þá fer allt til fjandans.